Flokkunin hélt áfram í dag og það gekk vonum framar að vinna okkur framúr stöflunum. Við erum ótrúlega sæl og þökkum bókaflokkurunum kærlega fyrir ánægjulega helgi þar sem allir aldurshópar mættust og nutu samverunnar innan um bókafjöll. Skráning er enn í gangi en við vonumst til að hafa bókaskrána aðgengilega hér á vefnum innan tíðar. Endilega fylgist með gangi mála!