Í vetur lögðumst við í að flokka og skrá gömlu bækurnar og mun sú skrá aðgengileg hér á vefnum okkar. Þar sem við erum að fara gegnum gríðarlegt magn bóka mun það ekki gerast á einum degi; góðir hlutir gerast hægt.

En nú erum við komin með nýjar bækur í sölu fyrir jólin og undir BÆKUR hér að ofan er listi yfir þær ásamt verðum. Við útbúum einnig allskonar sérsmíðuð gjafabréf eftir óskum hvers og eins fyrir jólin. Notaleg stund á Bókakaffi í jólapakkann? Já takk!

Hittumst á Bókakaffi Hlöðum.